145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:46]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Við gerum athugasemd við 18. gr. frumvarpsins, að löggjafinn eigi að skilgreina opin og lokuð fangelsi. Þetta á ekki að framselja til framkvæmdarvaldsins. Partur af stefnumótun þarf að vera þar að lútandi. Það er mjög brýnt að þetta verði lagað. Við óskum eftir því að hv. allsherjar- og menntamálanefnd skoði þetta sérstaklega þegar málið verður tekið inn til nefndar á milli 2. og 3. umr.