145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:48]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Eitt af því sem fangar þurfa svolítið að velta fyrir sér er hvernig verði með flutning á þeim. Við í minni hlutanum teljum að setja þurfi skorður við heimildir til að flytja fanga milli fangelsa þar sem það getur valdið föngum miklum kvíða að þekkja það ekki fyrir fram og eftir hvaða prótókoll það er allt saman ákveðið. Sömuleiðis eiga slíkir flutningar fyrst og fremst að vera samkvæmt betrunarsjónarmiðum og því lögðum við fram þessa breytingartillögu sem nú eru greidd atkvæði um.