145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:51]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það sem minni hlutinn hefur út á þetta ákvæði að setja er að heilbrigðisstarfsfólki sé skylt að upplýsa fangelsisyfirvöld um sjúkdóma sem gætu varðað öryggi og heilsu annarra. Landlæknir segir þetta fara í bága við trúnaðarskyldu heilbrigðisstarfsfólks og segir að ákvæði í sóttvarnalögum dugi til að gera undantekningar frá þeirri trúnaðarreglu. Minni hlutinn leggur því til að þetta ákvæði falli brott.