145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:16]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Fangar geta kosið sér talsmenn en í frumvarpinu er talað um að þeir komi úr röðum samfanga.

Minni hlutinn telur að fangar þurfi að geta kosið sér talsmann utan fangelsis sem á ekki á hættu og telur sig ekki eiga á hættu að verða fyrir nokkurs konar refsingum eða einhvers konar réttindatjóni í kjölfar þess að tjá sig opinberlega eða óopinberlega við aðra aðila utan fangelsisins og fjallar þessi breytingartillaga um það.