145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:19]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga minni hlutans fjallar um að þetta úrræði, leyfi úr fangelsi, þ.e. reglubundin dags- og fjölskylduleyfi, ætti að nýta meira í umbunarskyni en ekki að veita það eftir brotaflokkum og árafjölda í fangelsi.

Tilvalið er að mati minni hlutans að nýta betur þetta úrræði í umbunarskyni fyrir fanga sem hafa sýnt góða hegðun og framfarir í eigin lífi í afplánun. Minni hlutinn sér til dæmis ekki ástæðu til að setja sérstök tímamörk í lög um hvenær megi fyrst veita fanga dagsleyfi og fjölskylduleyfi og leggur því fram þessa breytingartillögu.