145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:25]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er reyndar mjög góð samstaða í þinginu um þessa breytingartillögu svo það er kannski óþarfi að skýra hana mikið. En tillagan lýtur að viðveru fanga við leit í klefa og minni hlutinn er mjög sáttur við þessa orðalagsbreytingu, að tala um að fangi skuli „að jafnaði“ vera viðstaddur, því að í upphaflegu frumvarpi er gert ráð fyrir að fanga skuli meinað að vera viðstaddur leit í klefa. Við í minni hlutanum höfum að minnsta kosti töluverðar áhyggjur af því hvaða þýðingu það hafi með tilliti til stjórnarskrárvarinna réttinda fólks. Þannig að við erum sátt við þessa breytingu.