145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:28]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér hygg ég að sé um að ræða að hluta til ómannúðleg agaviðurlög á borð við sviptingu þóknunar fyrir unnin störf og einangrun í allt að 15 daga.

Minni hlutinn telur að hugsa þurfi agaviðurlagakerfið upp á nýtt. Það getur varla virkað vel eins og það er. En þess vegna leggst ég og við í Pírötum í það minnsta gegn þessu tiltekna ákvæði.