145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

útlendingar.

560. mál
[17:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ísland er réttarríki og við viljum taka mið af þeim reglum og sjónarmiðum sem gilda í réttarríki. Við berum virðingu fyrir mannréttindum fólks, sama hvaðan það kemur, og þurfum auðvitað að gæta að því í þessum málum sem og öðrum að málsmeðferðarreglur séu í lagi og viðmið haldi. Það er svo sannarlega það sem við ætlum okkur og það vakir ekkert annað fyrir allsherjar- og menntamálanefnd en að styrkja löggjöfina og reyna að koma hlutunum þannig fyrir að framkvæmdin verði skilvirk og jafnframt sanngjörn.