145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:12]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 858, um ríkisjarðir, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Forseta hefur einnig borist bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 786, um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þá hefur forseta borist bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 827, um kennitöluflakk, frá Brynhildi Pétursdóttur.