145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[15:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég gerði grein fyrir því við 2. umr. að ég, sem er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd, skrifa ekki undir nefndarálitið.

Það er hins vegar skoðun mín og okkar að sú breytingartillaga sem liggur fyrir sé mjög til bóta, ekki skal skafa utan af því. En við hefðum heldur viljað sjá þetta í opinberu hlutafélagi eða ríkisstofnun. Þetta er einkahlutafélag og þess vegna ætlum við að sitja hjá.

Ég tek undir orð hv. þm. Guðmundar Steingrímssonar að nú ríður á að menn vandi sig í allri framkvæmd við þetta mikla mál.