145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[15:59]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eins og hér hefur komið fram eru greidd atkvæði um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands.

Eins og hér hefur einnig verið reifað nokkuð, bæði við 2. umr. málsins og ekki síður undir atkvæðagreiðslunni, var um töluvert gallað mál að ræða þegar það kom til nefndar. Ég vil þakka hv. efnahags- og viðskiptanefnd fyrir góða vinnu í mjög vandasömu og yfirgripsmiklu máli.

Fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd telur, eins og fram kom í 2. umr., að málið hafi tekið verulega jákvæðum breytingum í meðförum nefndarinnar og skrifar því undir nefndarálitið með fyrirvara. En þingflokkur Vinstri grænna mun af áðurgreindum ástæðum sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.