145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

þingsköp Alþingis.

57. mál
[16:29]
Horfa

Flm. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tillagan er sett svona fram vegna þess að ég tel að stjórnarskrárbreytingu þurfi til að þetta verði öðruvísi. Í hinu orðinu segi ég: Já, ég tel að ráðherra mundi ekki taka þátt í almennum umræðum nema í sínum málaflokkum, ekki í öðrum málaflokkum nema forsætisráðherrann sem er allt um lykjandi.

Þá vil ég líka segja: Kannski mundu ráðherrar sýna því meiri virðingu að vera viðstaddir umræðu um sína málaflokka hér en raunin er á í dag. Kannski mundu þeir sitja hér og hlusta á og svara þegar þeirra mál eru til umræðu sem við vitum öll sem erum hér inni að er ekki reyndin í dag. Kannski yrði þetta líka til að bæta þingstörfin að því leytinu til.