145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

bann við mismunun.

144. mál
[18:00]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég tel mér nú skylt að taka til máls um það frumvarp sem hv. þm. Páll Valur Björnsson flytur hér í dag. Hér hafa verið fluttar góðar og greinargóðar ræður um málið þannig að ég hef svo sem litlu við það bæta. En ég tek heils hugar undir að með þessu frumvarpi er verið að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég finn stuðning fyrir því í samfélaginu og hér í þinginu. Ég kem hér upp til þess að þakka framsögumanni fyrir góða ræðu og gott mál og við munum vinna heils hugar að málinu með honum.