145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

fyrirspurnir á dagskrá.

[15:13]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er rétt að þingflokkar tilnefna ekki fulltrúa á kvennaþing Sameinuðu þjóðanna og ástæðan er einfaldlega sú að Alþingi hefur ekki haft svigrúm til að senda fulltrúa á kvennaþing undanfarin ár. Forseti telur auðvitað miður að svo sé og vonast til þess að úr þessu megi rætast á næsta ári. Hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson er ekki kostaður af hálfu Alþingis, hann sækir þetta kvennaþing vegna þess að hann hefur á því áhuga og stendur undir þeim kostnaði.