145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

svar við fyrirspurn.

[14:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég er ekki hissa á því að hv. þingmaður sé óánægður með svörin sem hann fær frá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra.

Ég get tekið undir það sem hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir sagði áðan. Ef hæstv. ráðherra vildi koma því á framfæri sem hann sagði úr ræðustól rétt áðan þá átti hann að skrifa það sem svar eða hafa samband við hv. þingmann og segja honum að hann sé ekki tilbúinn með svör við þessum einföldu spurningum sem eru skýrt orðaðar.

Auðvitað þurfa svör við þeim að berast til okkar. Við eigum ekki að þurfa að lesa þau út úr skýrslum, hvorki frá Landsbankanum né Bankasýslunni. Hæstv. ráðherra á að svara spurningum sem þingmenn bera fyrir hann.