145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

svar við fyrirspurn.

[14:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er alveg ljóst að skoðanir eru mjög skiptar um það hvort upplýsingagjöf sé viðeigandi og viðunandi. Þingmenn upplifa oft að þeir hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum, það er alls ekki neitt nýtt. Þegar maður fær svör við fyrirspurnum er oft augljóst að ekki er reynt að svara á sem ýtrastan hátt. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að þingmaðurinn sem óskar eftir svörum og upplifir að hann hafi ekki fengið tilhlýðileg svör fái þá bara þau svör sem hann vantar. Ég legg líka til ef það eru fundir um þetta mál í fjárlaganefnd og öðrum nefndum séu þeir ávallt opnir og aðgengilegir öllum, hvort sem það eru þingmenn, almenningur eða blaðamenn.