145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

fyrirkomulag sérstakra umræðna.

[15:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil bara koma að kvörtun sem ég kem stundum með í lok sérstakra umræðna sem er sú að mér finnst þær allt of stuttar. Mér finnst ég ítrekað lenda í því að ekki sé nægur tími til að ræða málin og ég vildi leggja til að þessi tími yrði tvöfaldaður í það minnsta og sömuleiðis að við gætum haft einhvers konar mjög sérstakar umræður sem væru þá jafnvel enn lengri.

Mér finnst við oft festast í að tala um tiltekin mál sem eru til umfjöllunar á þingskjölum. Mér finnst alveg þess virði að við ræðum hérna hvert við annað og sérstaklega með þessu sniði þar sem allir flokkar taka að jafnaði þátt.

Mér þykir mjög vænt um þetta form og ég vildi óska þess að það væri meira af því og að ræðurnar væru lengri og fleiri.