145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

greining á sameiginlegum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu viðskiptaráði.

75. mál
[17:25]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við í Vestnorræna ráðinu fundum reglulega með ráðherrum ríkisstjórna landanna þriggja. Næsta slíka fundalota verður væntanlega á Grænlandi í tengslum við Arctic Circle Forum, sem verður haldin í Nuuk um miðjan maí. Ég vonast svo sannarlega til að eiga þar kost á að eiga orðastað við utanríkisráðherra Grænlands, sem við höfum margoft hitt, til að kanna hvort málin hafi þokast eitthvað áfram þar um slóðir frá því okkar síðasti fundur var fyrir um ári. Það er rétt að hlutirnir munu kannski ganga hægt, en ég er þess fullviss að þeir muni ganga vel og þeir muni á endanum skila árangri.

En sú greining sem hér er verið að leggja til er í raun það sem vantar núna. Hvað mundi ávinnast af slíku sameiginlegu verkefni? Þá er fólk komið með eitthvað í hendurnar til að nota sem grunn. Það er auðvitað mikilvægt.