145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

greining á sameiginlegum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu viðskiptaráði.

75. mál
[16:03]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þau þrjú mál sem við greiðum nú atkvæði um í einni beit stafa frá Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Ég lýsi yfir sérstakri ánægju fyrir hönd ráðsins með það að við séum komin á þann stað að hér liggur vonandi fyrir þinginu að samþykkja þessar tillögur. Mikil vinna hefur verið lögð í þær. Samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja er mikilvægt fyrir okkur. Við erum stolt af því að vera öflugir samstarfsmenn þessara tveggja nágrannaþjóða okkar og nú liggur fyrir að við erum að setja skýr verkefni á borðið fyrir ríkisstjórn okkar um hvernig við sjáum því best þokað áfram til enn öflugra samstarfs.