145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

siðareglur fyrir alþingismenn.

115. mál
[16:05]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um þingsályktunartillögu sem breið samstaða er um í þinginu. Flutningsmenn hennar eru forsætisnefnd og formenn allra þingflokka. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd stendur öll að baki þessu þingmáli en nokkrar breytingar voru gerðar á því í meðförum nefndarinnar.

Þær reglur sem þingmenn setja sjálfum sér skerða ekki á nokkurn hátt frelsi þingmanna til að „fylgja samvizku sinnar sannfæringu“ en setja þingmönnum hins vegar ákveðin siðferðileg viðmið og auðvelda að kalla eftir upplýsingum um meint fjármála- og hagsmunatengsl án þess að vera sakaðir um að stunda aurkast þar með. Er til nokkurs unnið að komast upp úr slíku hjólfari eins og nýleg dæmi sanna.