145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

siðareglur fyrir alþingismenn.

115. mál
[16:07]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál sé komið til atkvæðagreiðslu. Það er löngu kominn tími til þess að Alþingi setji sér siðareglur. Ég vildi bara árétta að þetta eru ekki endalokin á þessu ferðalagi heldur einmitt upphafið. Siðareglur eru ekki lagabókstafur eins og við þekkjum venjulega, koma ekki í staðinn fyrir lagabókstafinn heldur er þetta ekki síst mikilvægt sem grundvöllur umræðu í framhaldinu.

Ég fagna því að Alþingi sé að gera þetta en mér finnst sorglegt að það skuli hafa tekið okkur svo mörg ár að ná saman um jafn sjálfsagðan hlut og að setja okkur siðareglur.