145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

siðareglur fyrir alþingismenn.

115. mál
[16:10]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég óska einnig virðulegum forseta til hamingju með að þetta mál sé komið til atkvæða. Þá vil ég einnig endurspegla þau ummæli sem komu frá hv. þm. Óttari Proppé um að þetta sé byrjunarstaður, ekki lokastaður. Það er mikilvægt að við höldum áfram að velta fyrir okkur málum eins og hagsmunum ráðherra og lögum sem kveða á um ráðherraábyrgð og því um líkt. Ég býst fastlega við að sú umræða haldi áfram en þetta er mjög góður grundvöllur til að eiga slík samtöl á einhverjum sameiginlegum skilningi sem við höfum öll. Það er mjög til bóta og mjög mikið gleðiefni að mínu mati.

Aftur þakka ég virðulegum forseta og óska honum til hamingju sem og þinginu öllu.