145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

almenn hegningarlög.

401. mál
[11:08]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er stór dagur í dag þegar við samþykkjum hér breytingu á almennum hegningarlögum og lögfestum sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi. Við í þinginu höfum rætt mikið um þessi mál, sérstaklega í allsherjarnefnd, á þessu kjörtímabili sem og áður. Það er gott að við erum komin á þann stað að þingheimur allur er sammála um þetta ágæta skref.

Fleiri verkefni eru fram undan. Við þurfum að taka til hendinni varðandi umsáturseinelti en það næsta sem allsherjarnefnd mun skoða er það með hvaða hætti við getum farið í forvarnir gegn því að fleiri mál af þessu tagi, heimilisofbeldi sem og ýmiss konar önnur brot, svo sem kynferðisbrot, verði að veruleika. Það er það sem allsherjarnefnd mun taka til umræðu næst.