145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[14:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Já, það er einmitt kjarni málsins sem hv. þingmaður kom inn á rétt áðan. Hæstv. ráðherra hefur skyldur við Alþingi. Það er ljóst af viðbrögðum hans í dag og löngum pistli sem birtur var á bloggsíðu og Facebook-síðu hans, held ég, að hann telur sig þurfa að útskýra einhverja hluti. Þá á hann náttúrlega að útskýra þá hér. Mér finnst undarlegt að hæstv. forsætisráðherra notfæri sér það ekki, hann er hér í húsi núna. Hann komi þá og segi okkur að hann muni gera grein fyrir þessu máli strax eftir páska eða að hann segi eitthvað um þetta hér fyrst hann er í húsi. Hann hefur skyldur við þingið, hann starfar (Forseti hringir.) í umboði þingsins. Auðvitað þjóðarinnar, en hann á að svara á þinginu.