145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[16:12]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir svar hennar og langar í framhaldi af því að bæta við spurninguna um vinnuna við frumvarpið. Það er auðvitað mjög vandasamt verk. Það kom reyndar fram í ræðu hv. þingmanns að það er mjög eðlilegt þegar svona viðamikið mál er undir og breytingar boðaðar að andstaða myndist. Það er alla jafna reglan þegar kemur að slíkum breytingum. En ég ætla að fá í síðara andsvari, virðulegi forseti, að bæta við tveimur spurningum sem snúa að fyrstu spurningu minni, í fyrsta lagi hvort hv. þingmaður telji ekki að það megi bæta málið, af því að þetta er ferli eins og hún sagði, þegar faglegar umsagnir koma fyrir 2. umr., og svo hitt hvort hv. þingmaður telji að það hefði þurft að vera meiri breidd í stýrihópnum.