145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[16:15]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Fram hefur komið við nokkuð ítarlega athugun í samráði við þingverði að einn sjálfstæðismaður er í húsinu, það er hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir sem er einmitt formaður allsherjar- og menntamálanefndar sem er sú nefnd sem tekur við þessu mjög umdeilda máli. Ég fagna því sérstaklega að hún er komin í þingsalinn og vænti þess að hún muni taka þátt í samtali við okkur. Eins og komið hefur fram í umræðunni á nefndin töluvert verk fyrir höndum því að það er mikil andstaða í faglega umhverfinu við þetta þingmál. Ég er dálítið forvitin að heyra hvað hv. þingmaður sér fyrir sér í verklagi og framvindu málsins. Það kom fram hjá hv. þm. Willum Þór Þórssyni að hann teldi að það þyrfti að rýna málið vel til að þingið gætið unnið það vel.

Ég vil sérstaklega geta þess af því að ég var með meiningar um skort á sjálfstæðismönnum í salnum að ég tel að hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir sé ágætur fulltrúi þess hóps (Forseti hringir.) og vona auðvitað að hún taki þátt í umræðunni.