145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[16:20]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni, formanni allsherjar- og menntamálanefndar, fyrir upplýsingarnar þar sem hún segir að mál sem eru umdeild eða búast má við að miklar athugasemdir séu við fái þriggja vikna umsagnarfrest hjá nefndinni. Hún hefur væntanlega, eins og ég, lesið fréttir og fylgst með umræðum hér í dag. Það eru vissulega miklar athugasemdir við þetta frumvarp þannig að mér sýnist liggja í hlutarins eðli að það fái þá þriggja vikna umsagnarfrest. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla þá sem eiga hagsmuna að gæta eða hafa áhuga á málinu yfirleitt — þeir þurfa ekkert endilega að hafa hagsmuni af því. Margt fólk hefur ekki beina hagsmuni af málinu en þykir vænt um það engu að síður og vill ekki breyta þeim strúktúr sem er í þessu. Það er náttúrlega enginn vafi að málið fer til nefndar, virðulegi forseti.