145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Hann nefndi það í upphafi ræðu sinnar að hæstv. forsætisráðherra ætti að vera að ræða við okkur um önnur mál sem hátt ber nú um stundir, sem varða hann og hans fjölskyldu. En látum það vera. Hæstv. ríkisstjórn er afskaplega verklaus og kannski getum við glaðst yfir því, hún er þá ekki að gera bölvaða vitleysu á meðan. En það þarf að leita að minnsta kosti 20 ár aftur í tímann til að finna færri stjórnarfrumvörp sem lögð hafa verið fram á þingi eins og þessu. Síðan kemur þetta frumvarp. Ég vil einfaldlega spyrja hv. þingmann hvað honum finnist um þessa forgangsröðun hjá hæstv. ríkisstjórn þegar kemur að stjórnarfrumvörpum.