145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:46]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er ljóst að 1. umr. um þetta mál er hvergi nærri lokið og meira að segja hafa þingmenn sem hafa lokið fyrstu ræðu óskað eftir að fara aftur á mælendaskrá til að gera betur grein fyrir afstöðu sinni til máls sem er alveg með ólíkindum illa búið af hendi ráðuneytis forsætisráðherra, m.a. hv. þm. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, sem þekkir málið í hörgul.

Af þeim sökum spyr ég forseta hvað hann hyggist halda þessum fundi lengi áfram. Nú liggur fyrir að hér er ekki fyrirliggjandi heimild um kvöldfund þannig að við hljótum að vera farin að sjá fyrir endann á fundinum að þessu sinni og enn er töluvert eftir af mælendaskrá. Ég sé ekki betur en að það hljóti að vera ágætistímapunktur núna að láta þennan fund duga fyrir daginn í dag, sérstaklega vegna þess að forsætisráðherra (Forseti hringir.) virðist ekki ætla að sjá sóma sinn í því að eiga orðastað við þingið af marggefnum ástæðum.