145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[18:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Forseti hefur sagt að hann muni halda hér þingfundi áfram og að það sé líklegt að sú sem hér stendur komist á mælendaskrá. Forseti ræður auðvitað hér og ég get lítið annað sagt um það en að ég óska eftir því að hæstv. forsætisráðherra sitji í salnum á meðan ég flyt ræðu mína. Hann hefur varla sést hér í allan dag. Það má vera að hann hafi setið einhvers staðar við skjá í húsinu, hvað veit ég, en ég óska eftir því, herra forseti, að hæstv. forsætisráðherra sitji í salnum, hlusti á ræðu mína, komi í andsvör við mig og svari þeim spurningum sem ég hef hugsað mér að spyrja í minni ræðu.