145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:19]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegi forseti. Stundum skil ég ekki alveg þennan sal.

Þetta er bara svo augljóst. Við erum hér með forsætisráðherra sem hefur orðið uppvís að blekkingu. Hann hefur brotið gegn stjórnsýslulögum, gegn siðareglum bæði ríkisstjórnar og þingsins. Hann er einn vestrænna stjórnarleiðtoga sem er núna á forsíðum erlendra blaða fyrir að eiga fjölskylduauð í skattaskjóli á tímum þar sem er grafalvarleg alþjóðleg barátta gegn skattaskjólum.

Þarf eitthvað að ræða það hversu augljóst það er að forsætisráðherra ber að nota tækifærið núna og koma hérna upp og sýna að hann beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti og segja af sér? Er þetta eitthvað flókið?

Ég auglýsi eftir því hér undir liðnum um fundarstjórn forseta að stjórnarliðar komi hérna upp og útskýri á hvaða hátt þetta er rangt metið hjá mér og á hvaða hátt (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra á sér einhverjar málsbætur.