145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Forsætisráðherra verður að segja af sér. Orðspor Íslands og hagsmunir eru í húfi vegna athafna forsætisráðherra. Það sem verra er, eða á ég kannski að segja betra, herra forseti, er að Panama-lekinn hefur leitt í ljós að Ísland á aðeins samleið með tveimur ríkjum í Evrópu hvað varðar siðferði forustumanna ríkisins, Úkraínu og Rússlandi. Íslendingar munu ekki sætta sig við svona ríkisstjórn.

Herra forseti. Það eru vonbrigði að hér hafi verið sett dagskrá eins og ekkert hafi í skorist. Að mínu mati er ekki tilefni til fundarhalda fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér og við ráðum ráðum okkar hér um framhaldið og undirbúum kosningar.