145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Kastljós heimsins beinist núna að Íslandi. Allir horfa til Íslands. Hvernig ætlar Ísland að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin? Hvernig vinnum við úr þessu? Hvað ætlar Alþingi að gera? Hvað ætlar forseti Alþingis að gera? Hvernig endurheimtum við virðingu stjórnmálanna á Íslandi? Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera til að endurheimta virðingu ríkisstjórnarinnar? Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera í sínum málum? Hvernig ætlar Framsóknarflokkurinn að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin? Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera í sinni stöðu, sem er mjög alvarleg? Staðan er svo alvarleg að það er ekkert minna í stöðunni en að koma þessum spurningum öllum til þjóðarinnar. Nú hafa 25 þús. manns skrifað undir áskorun til forsætisráðherra um að segja af sér. Krafan er einföld, virðulegur forseti: Kosningar strax.