145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:39]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Já, það eru þung spor að labba hér upp og lýsa þeirri tilfinningu sem maður hefur og ég veit að fleiri hafa, gott ef ekki bara öll þjóðin, að það er búið að niðurlægja mann. Það er búið að niðurlægja heila þjóð. Forsætisráðherra, með því að segja okkur ekki satt, með því að eiga peninga í skattaskjólum, með því að koma sér áfram án þess að segja allan sannleikann, koma sér áfram í kosningum án þess að segja allt, hefur niðurlægt okkur. Hann hefur ekki sagt okkur satt. Hjarta mitt bærist bara ótt og títt. Ég hef ekki upplifað annað eins. Ég er svo miður mín yfir því (Forseti hringir.) að fólki finnist þetta í lagi og hæstv. forsætisráðherra sé ekki búinn að segja af sér. (Forseti hringir.) Hann þarf að gera það strax.