145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:58]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur lagt niður embætti sérstaks saksóknara, skorið úr fjárveitingum til umboðsmanns Alþingis, ekki framlengt auðlegðarskatt og lækkað veiðigjöld.

Nú hefur komið í ljós að hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra eru eigendur tveggja þeirra 800 fyrirtækja sem Íslendingar eiga samkvæmt Panama-skjölunum.

Það hefur líka komið fram að Ísland er í sérflokki hvað varðar hátt hlutfall eigna í skattaskjólum.

Við hin ætlum að brjótast undan þeim þrældómi sem Tortóluelítan hefur lagt á okkur. Við sættum okkur ekki við að búa í svo spilltu landi.

Herra forseti. Hér er ekki fundarfært. (Forseti hringir.) Forsætisráðherra verður að segja af sér og það þarf að boða til kosninga strax.