145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[15:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Hér ríkir eiginlega ærandi þögn. Það er ekki aðeins þögn hæstv. forsætisráðherra sem neitar að koma í ræðustól og gefa þingi og þjóð yfirlit yfir þá atburði sem við horfum upp á núna og hver staða hans almennt er, heldur ríkir ærandi þögn allra úr Sjálfstæðisflokknum og allra úr Framsóknarflokknum. Hvað finnst því fólki? Hvað finnst ágætum samþingmönnum mínum úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? Finnst þeim þetta allt í lagi? Er allt í lagi að forsætisráðherra landsins sé á forsíðum allra blaða með Pútín og Úkraínuforseta? Finnst okkur það í lagi?