145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

dagskrá fundarins.

[16:02]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Íslensk þjóð hélt að hún væri komin á beinu brautina. Ég held að heimsbyggðin hafi líka haldið það. En við vorum rækilega minnt á það í gærkvöldi að svo er aldeilis ekki. Hér þrífst enn þá bullandi spilling. Vinna að því að byggja aftur upp traust til Íslands er að engu orðin, a.m.k. ef ekki verða gerðar breytingar og það hratt. Auðvitað væri langbest ef hæstv. forsætisráðherra mundi sjá sóma sinn í því að segja af sér en ef svo verður ekki er ekkert annað í stöðunni en að Alþingi álykti að lýsa vantrausti á hæstv. forsætisráðherra og að boðað verði til kosninga strax. Ég vil taka undir með hv. þm. Helga Hjörvar og segja: (Forseti hringir.) Þetta mál verður ekki þagað í hel.