145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

orð forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali.

[16:23]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Að sjálfsögðu er það eðlileg krafa til ráðamanna að þeir segi satt. Það er eðlileg krafa til okkar allra þingmanna og eðlileg krafa til fólks almennt að það segi satt. Og hvorki ég né konan mín höfum átt eignir í skattaskjóli eins og ég greindi frá. Jafnframt liggur það fyrir, virðulegur forseti, hvernig — og ég er búinn að gera ítarlega grein fyrir því fyrir allnokkru síðan — eignarhaldi á þessu félagi var háttað og eignum sem það hélt utan um. Það er ekki hægt annað en að ítreka það sem ég sagði áðan að auðvitað kom á mig þegar ég vissi ekki hvert var verið að fara, en ég var ekki að reyna að dreifa athyglinni því að um leið og spurt var um þetta fyrirtæki og skýrt hvert verið var að fara var ég afdráttarlaus með hvers eðlis það var.