145. löggjafarþing — 92. fundur,  4. apr. 2016.

hagsmunaskráning þingmanna og siðareglur.

[16:29]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á síðustu spurningu hv. þingmanns um hvaða breytingu … (ÓP: … lækka standardinn.) Með skráningu?

Virðulegur forseti. Fyrst að fyrri hluta spurningar hv. þingmanns. Það liggur fyrir eins og reyndar hefur verið gerð grein fyrir — og ég hvet hv. þingmenn og aðra auðvitað til þess að kynna sér þær ítarlegu skýringar sem hafa verið gefnar á mörgum þeirra spurninga sem eru að koma upp í dag — að þær eignir sem þar um ræðir, þó að hlutabréf hafi verið skráð á mig um tíma, falla ekki undir þessa hagsmunaskráningu.

Það má líka benda virðulegum þingmanni á að þetta hlutabréf, sem var skráð á mig um tíma áður en það var lagfært, var einskis virði. Það var einskis virði vegna þess, eins og ég hef gert grein fyrir áður, virðulegur forseti, að eiginkona mín átti allar eignir félagsins og kröfuna sem myndaðist á móti með því að setja þær eignir inn í þetta félag. Þannig að hlutabréf í félaginu var ekki eins dollars virði heldur líklega frekar einskis virði.