145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

hagsmunaárekstrar.

[11:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það hefur stundum einkennt stjórnmálamenn eins og þann sem talaði hér síðast að þeir þrífast best í svona upplausn og umróti. En ég er einn af þeim (Gripið fram í.) sem kjósa að fylgja lögum og reglum. Ég skora á hv. þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu. Þá getum við tekið hana eftir formlegum reglum og afgreitt hana í atkvæðagreiðslu. Njóti ég ekki trausts meiri hluta þingsins til þess að gegna embætti þá er niðurstaða fengin, en ef niðurstaðan er önnur þá er spurningu hv. þingmanns svarað. Af hverju kemur hv. þingmaður ekki bara með vantrauststillögu? Getur hún ekki beðið þar til á morgun? Við skulum taka þessa umræðu þá. Vonandi getum við verið sammála um að það er farvegurinn til að fella þessa umræðu í.