145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

afstaða ráðherra til skattaskjóla og afsökunarbeiðni.

[12:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ísland nýtur algerrar sérstöðu meðal evrópskra þjóða hvað varðar hlutdeild ráðherra í ríkisstjórn í skattaskjólum. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, sem nú mun skila inn umboði sínu á eftir, hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum og tveir þeirra ætla sér að halda áfram í ríkisstjórn Íslands. Á morgun mun stjórnarþingmönnum gefast tækifæri til að segja almenningi á Íslandi hvort þeir styðji ráðherra og ríkisstjórn, einstaklinga sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum. Það verður fróðlegt að sjá og ég bið hv. þingmenn að muna að krafan í mótmælunum hér úti er kosningar strax.