145. löggjafarþing — 93. fundur,  7. apr. 2016.

afstaða ráðherra til skattaskjóla og afsökunarbeiðni.

[12:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Eftir sláandi fréttir á sunnudagskvöldið af notkun stjórnmálamanna á skattaskjólum þá voru það þeir fjölmörgu sem mótmæltu og kröfðust kosninga strax sem björguðu ásýnd Íslands og Íslendinga í augum umheimsins.

Það sem gerðist síðan í framhaldinu dró ásýndina aftur niður. Í stað þess að stíga frá, öll ríkisstjórnin, og leyfa þjóðinni að velja sér nýja er gerð andlitslyfting. Forsætisráðherra skipt út fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Varaformaður Framsóknarflokksins kemur í staðinn fyrir formanninn og ekkert annað.

Íslenska ríkisstjórnin er með fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur nýtt sér skattaskjól. (Forseti hringir.) Þetta getur ekki gengið.