145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta hefur verið tíðindamikil vika eins og við öll vitum. Fyrir nokkrum dögum fóru hv. stjórnarandstöðuþingmenn fram á að hæstv. forsætisráðherra mundi segja af sér. Hann hefur gert það og ég virði ákvörðun hans. En það lyktar svolítið, virðulegi forseti, ég vona að hv. þingmenn taki því ekki illa, en það lyktar svolítið af hentistefnu þegar hv. þingmenn koma síðan og heimta að sá aðili sem tók við hæstv. forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson sem tók við í gær, segi af sér í kjölfarið. Ég sé ekki málefnaleg rök fyrir því. Ég segi nei við þessari tillögu.