145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil ekki búa í landi þar sem stjórnmálamenn, fjölskyldur þeirra og vinir verða ríkir á því að eignast ríkisfyrirtæki á lágmarksverði í bakherbergjum og fara með gróðann af því á aflandseyjar. Ég vil ekki búa í landi þar sem að forsætisráðherrann segir að viðskipti eins og þau sem afhjúpuð voru um Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessari viku séu í lagi. Ég vil ekki búa í landi þar sem að fjármálaráðherrann réttlætir aflandseyjaviðskipti. (Gripið fram í.) Ég vil ekki verja ríkisstjórn vantrausti sem gerir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að talsmanni sínum á Alþingi í dag í umræðunni, daginn eftir að hann hefur sagt af sér embætti af kunnum orsökum. Þess vegna, virðulegur forseti, segi ég já.