145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:23]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér finnst leiðinlegt hvernig stjórnarþingmenn koma hingað upp og lýsa því yfir að það sé eintóm heimtufrekja í minni hlutanum að leggja fram vantraust.

Um 20 þús. manns komu á Austurvöll á mánudaginn til að lýsa yfir vantrausti og óánægju með ríkisstjórnina. Núna er búinn að vera svona smá stólaleikur í gangi hjá ríkisstjórninni. Ég veit ekki alveg hvernig hann mun enda, vonandi ekki nógu vel því að það er bara ekki hægt hvernig hún hefur látið í dag öll sem ein, að saka okkur um að ljúga þegar hún sjálf lýgur. Nú er bara komið nóg.

Ég mun styðja þessa vantrauststillögu enda er þessi ríkisstjórn rúin trausti sem aldrei fyrr.