145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:31]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég treysti ekki ríkisstjórn sem finnst allt í lagi að fólk geymi eignir í skattaskjólum og talar um að það sé í lagi vegna þess að greiddir séu af þeim skattar. Við vitum það öll að ekki er hægt að vita hvort réttir skattar séu greiddir af því sem er í aflandsfélögum og skattaskjólum. Ráðherrar sem halda slíku fram eru að mínu mati ekki traustsins verðir þegar kemur að því að gera upp þau mál sem við höfum verið að ræða í allan dag. Þess vegna tel ég einboðið að lýsa verði vantrausti á ríkisstjórnina og það verði að rjúfa þing strax og kjósa á ný svo í ríkisstjórn setjist fólk sem í alvöru getur og vill taka á þessum málum en lætur ekki bara eins og það að (Forseti hringir.) sumir borgi hér skatta og aðrir ekki sé í lagi.