145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:33]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það er ekkert eftir hjá þessari ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings fjórðungs kjósenda eða trausts. Fjórðungs kjósenda. Það held ég að hljóti að vera minnsta traust sem nokkur ríkisstjórn hefur lagt upp í nokkurn leiðangur með. Það er algerlega útilokað, það er algerlega ótækt að bjóða þjóðinni upp á þetta. Þess vegna eigum við að kjósa strax. Þess vegna segi ég já.