145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:36]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég lagði til að farin yrði önnur leið. Ég tel mikilvægt að Alþingi endurnýi umboð sitt. Ég hef líka sagt að ég tel mikilvægt að ég og við öll hérna inni tökum kjósendur alvarlega. Ég tel líka mikilvægt í ljósi undanfarinna daga og vikna að forusta Sjálfstæðisflokksins endurnýi umboð sitt. En ég er sjálfstæðismaður og trúi því á grunngildi sjálfstæðisstefnunnar. Ég get ekki annað en barist fyrir því að þau gildi séu við lýði í þeirri ríkisstjórn sem situr hverju sinni. Það er mikilvægt. Það er mikilvægt fyrir alla sjálfstæðismenn í landinu. Ég tel að það sé farsælast fyrir íslenska þjóð. Ég mun því ekki styðja stjórnarandstöðuna í því að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Ég segi nei.