145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:40]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er hafin vinna í utanríkisráðuneytinu til að meta tjónið sem orðið hefur af Panama-skjölunum, sagði hæstv. ráðherra áðan. Skyldi það ekki vera vegna einhverra ástæðna? Haldið þið að fólkið á Austurvelli sé að klappa ykkur upp? Er það skilningurinn? Nei, það er ekki alveg svoleiðis. Þið ætlið að skýla ykkur á bak við verkefnið en þorið ekki að leggja verk ykkar fram til þessa í dóm kjósenda. Þið eruð ekki ómissandi, það er það enginn. Ég hvet ykkur til að taka sönsum og hlusta á fólkið sem krefst þess að við boðum til kosninga strax. Ég hvet landsmenn til að sætta sig ekki við það siðleysi sem birtist í viðhorfum forustunnar á þingi og láta áfram í sér heyra, því að svo sannarlega er bæði orðspor og trúverðugleiki þjóðarinnar í húfi.

(Forseti (EKG): Og þingmaðurinn segir?)

Já.