145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:41]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég segi já við vantrausti því að ég vantreysti svo sannarlega þessari ríkisstjórn, þessum ráðherrum, þótt einn þeirra sé nýr. Ég treysti þeim ekki til að vinna að mikilvægum verkefnum, þar með talið haftaverkefnið, því að þeir hafa sýnt að sérhagsmunir eru metnir ofar almannahagsmunum. Það gengur ekki, sérstaklega í því þjóðþrifamáli sem við ræðum. Þingmenn hafa komið upp, eins og hv. þm. Ásmundur Einar Daðason, og sagst vilja vinna á móti skattaskjólum og að við eigum að gera það öll saman. Hvað er verið að ræða hérna? Á þá að gera það á morgun en ekki í dag? Er ekki tími til þess í dag? Mér finnst þetta ekki trúverðugt. Ég hvet fólk til (Forseti hringir.) þess að greiða atkvæði með vantrausti.